Nýsköpun á ÍslandiSkapa.is
Valmynd
Nýsköpun á ÍslandiSkapa.is
Valmynd

Ráðgjöf

Hvar er hægt að fá ráðgjöf, endurgjöf og aðgengi að mentorum fyrir nýsköpunarverkefni?

KLAK - Icelandic Startups

KLAK býður upp á ráðgjöf með verkefnastjórum sínum fyrir nýsköpunarverkefni. Hér að neðan getur þú pantað 30 mín ráðgjafafund með verkefnastjórum KLAK þér að kostnaðarlausu:

Hraðlar

Hraðlar

Hraðlar eru góðir byrjunarstaðir og stökkpallur fyrir nýsköpunarverkefni, en með því að taka þátt í hröðlum hljóta þátttakendur oft ýmiss konar ráðgjöf. Til að mynda nýta sér um 70 - 90 sprotafyrirtæki mentoraþjónustu á hverju ári í gegnum viðskiptahraðla eins og Startup SuperNova og Hringiðu. Stundum fylgja mentorar sprotum eftir með reglulegum og stuttum mentorafundum eftir að hraðli lýkur.

Skoða hraðla
Hraðlar

Klasar

Það má finna ýmsa klasa á Íslandi, sumir klasar veita ráðgjöf, geta bent fólki í rétta átt eða hjálpað við að finna tengiliði sem geta veitt ráðgjöf, aðstoð og/eða endurgjöf. Ef verkefni þitt eða hugmynd tengist sviði einhvers ákveðins klasa getur verið snjallt að hafa samband við viðkomandi klasa. Hér getur þú lesið um hvað klasi er, séð hvaða klasar starfa á Íslandi, á hvaða sviðum þeir starfa og hvernig hægt er að hafa samband við þá:

Skoða hraðla
Landshlutasamtökin

Landsbyggðin

Landshlutasamtökin

Fyrir verkefni á landsbyggðinni þá veita landshlutasamtök sveitarfélaga gjaldfrjálsa atvinnu- og nýsköpunarráðgjöf. Hér má finna upplýsingar um landshlutasamtök sem bjóða upp á ráðgjöf og hvernig hægt er að hafa samband:

SSV (Vesturland)FV (Vestfirðir)SSNV (Norðurland vestra)SSNE (Norðurland eystra)SSA (Austurland)SASS (Suðurland)SSS (Suðurnes)
RML - Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins

Ráðunautar RML sinna sérhæfðri ráðgjöf varðandi nánast allt sem viðkemur landbúnað, þar á meðal tengt nýsköpun í landbúnaði.

Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins (RML)
Önnur ráðgjöf

Önnur ráðgjöf

EEN - Enterprise Europe Network á Íslandi

EEN - Enterprise Europe Network á Íslandi, sem er hluti af þjónustu Rannís, aðstoðar lítil og meðalstór fyrirtæki og tengist stóru alþjóðlegu viðskiptatengslaneti með um 450 skriftstofum í yfir 40 löndum og með yfir 3000 sérfræðingum. EEN veitir ýmsa ráðgjöf og þjónustu ókeypis þar á meðal vegna fjármögnunarmöguleika, kortlagningu styrkja og aðstoð við fjárfestakynningar. Þau aðstoða við að leita eftir gagnlegum viðskiptaupplýsingum og samstarfsaðilum í gegnum viðskiptatengslanetið hjá EEN. Að auki bjóða þau upp á ókeypis fyrirtækjagreiningar með greiningartóli eins og Innovation Health Check sem getur nýst nýsköpunarfyrirtækjum í uppbyggingu. Nánari upplýsingar má finna inn á heimasíðu EEN á Íslandi.

Matís

Matís veitir ráðgjöf til frumkvöðla í matvælavinnslu. Best er að hafa samband beint við Matís fyrir frekari upplýsingar. Skoða má heimasíðu Matís hér og netfangið þeirra er matis@matis.is.

Facebook

Til eru ýmsir Facebook hópar fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki sem eru eins konar jafninga samfélög þar sem hægt er að spyrjast fyrir og eiga umræður. Töluverð virkni hefur verið í mörgum facebook hópnum svo það getur verið snjallt að nota leitina.

Skoða alla facebook hópa
Íslandsstofa

Íslandsstofa getur veitt ráðgjöf og aðstoð í tengslum við útflutning og markaðssetningu á vöru og þjónustu erlendis.

Hugverkastofan

Hugverkastofan býður upp á 30 mínútna endurgjaldslausa ráðgjöf þar sem sérfræðingar svara spurningum og leiðbeina varðandi hugverkaréttindi, einkaleyfi, vörumerkjavernd og fleira. Þú getur pantað tíma hjá Hugverkastofunni hér.

Styrkumsóknir

Nokkur fyrirtæki og einstaklingar bjóða upp á ráðgjöf og aðstoð í tengslum við styrkumsóknir vegna nýsköpunarverkefna. Í styrkjayfirliti Skapa.is finnur þú yfirlit yfir þessa aðila.

Sækja sér ráðgjöf og endurgjöf

Lang flestir í frumkvöðla samfélaginu á Íslandi vilja hjálpa öðrum í sömu sporum, og því getur verið góð hugmynd að vera óhrætt við að hnippa í aðra á viðburðum, jafnvel sem það þekkir lítið sem ekkert, til að fá ráð og endurgjöf. Einnig má finna ýmsa Facebook hópa fyrir frumkvöðla þar sem hægt er að óska eftir endurgjöf og jafningjaráðgjöf.

Einnig getur verið óvitlaust að finna aðra frumkvöðla sem náð hafa árangri á svipuðu sviði og þitt verkefni/hugmynd, til að tengjast og sækjast eftir ráðum.

Ráð
Ekki láta hræðsluna um að fá „nei“ frá öðrum hindra þig í að sækjast eftir ráðum og endurgjöf.
Ráð
Oft eru örfáar mínútur nóg til að fá gagnlega endurgjöf og ráðleggingar. Mikilvægt er að geta sagt frá hugmyndinni / verkefninu á hnitmiðaðan hátt (e. pitch), en þá getur verið hjálplegt að vera búin að forma svokallaða lyfturæðu.