Nýsköpun á ÍslandiSkapa.is
Valmynd
Nýsköpun á ÍslandiSkapa.is
Valmynd

Hraðlar

Yfirlit yfir nýsköpunar- og viðskiptahraðla á Íslandi. Hraðlarnir eru á mismunandi stigum og mismunandi sviðum, eitthvað fyrir alla.

🇮🇸 Innlendir hraðlar

Hraðlar eru góðir byrjunarstaðir og stökkpallur fyrir viðskiptahugmyndir. Með því að taka þátt í hröðlum hljóta þátttakendur oft ýmiss konar fræðslu, reynslu og ráðgjöf. Hraðlarnir eru á mismunandi stigum, á mismunandi stöðum um landið og sumir eru einungis fyrir ákveðinn geira / svið. Hér finnur þú alla helstu viðskiptahraðlana á Íslandi:

AWE Iceland
AWE Iceland
AWE Iceland

AWE Iceland (Academy for Woman Entrepreneurs in Iceland) er samstarfsverkefni Háskóla Íslands (HÍ) og sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi sem hefur það markmið að styðja konur við að þróa viðskiptahugmyndir. Frumkvöðlahraðalinn er gjaldfrjáls og er byggður á netnámskeiði Dreambuilder og vinnustofum sem HÍ, í samvinnu við FKA, heldur utan um, til að styðja við frumkvöðlastarf kvenna. Þátttakendur sem geta verið einstaklingar eða teymi, njóta góðs af leiðsögn, tengslamyndun og hagnýtum ráðleggingum um stofnun fyrirtækja, markaðssetningu og fleira. Í lok hraðalsins eru veitt verðlaun fyrir bestu viðskiptaáætlunina, bestu kynninguna og mestu framfarirnar.

🦸‍♀️ Fyrir konur
image-0
image-1
additional-images+5
Frumkvæði - Vinnumálastofnun
Frumkvæði - Vinnumálastofnun
Frumkvæði - Vinnumálastofnun

„Frumkvæði“ er viðskiptahraðall hjá Vinnumálastofnun sem gerir atvinnulausum frumkvöðlum kleift að vinna að viðskiptahugmynd í sex mánuði. Um 230 verkefni hafa farið í gegnum hraðalinn og hafa 80 fyrirtæki verið stofnuð í kjölfarið. Hraðallinn felur meðal annars í sér jafningjafræðslu, gerð viðskiptaáætlana og kynninga. Þjálfun og fræðsla er í boði frá Senza Partners.

Gulleggið
Gulleggið
Gulleggið

Gulleggið er frumkvöðlakeppni á hugmyndastigi sem haldin er af KLAK – Icelandic Startups. Gulleggið hefst með opnum Masterclass, þar sem markmiðið er að þróa hugmynd og búa til kynningu sem gerir þér kleift að taka næsta skref. 10 teymi eru svo valin inn í lokakeppni Gulleggsins þar sem eitt teymi vinnur 1.000.000 kr. Gulleggið hefur verið stökkpallur fyrir fjölmörg íslensk fyrirtæki eins og Controlant, Meniga, PayAnalytics, Genki og Taktikal. Gulleggið er kjörinn vettvangur til að komast inn í nýsköpunarumhverfið og er hægt að taka þátt án þess að vera með hugmynd.

🏆 Frumkvöðlakeppni
📚 Fræðsla
💡 + 3.000 hugmyndir frá upphafi
💬 Ráðgjöf & fræðsla
📍 Vinnustofur
image-0
image-1
additional-images+12
📍 Reykjavík
✉️ gulleggid@klak.is 💰 Verðlaun: 1.000.000 kr.🔗 MasterClass 2023🔗 Sækja um
Hringiða
Hringiða
Hringiða

Hringiða er viðskiptahraðall í umsjón KLAK með áherslu á sjálfbærni og hefur það að markmiði að draga fram, efla og styðja við nýsköpunarverkefni á frumstigi. Tíu sprotaverkefni á fyrstu stigum eru valin inn í hraðlinn og taka þátt í skipulögðum vinnustofum og fá handleiðslu úr hópi mentora frá KLAK VMS. Hlutverk Hringiðu er að stuðla að því að á Íslandi rísi öflug fyrirtæki sem byggja á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins, skapi verðmæti og skili árangri í umhverfis- og loftslagsmálum.

♻️ Hringrásakerfið
⚡️ Orkuskipti
💰 Evrópustyrkur
💬 Ráðgjöf & fræðsla
📍 Vinnustofur
image-0
image-1
additional-images+7
📍 Reykjavík
✉️ hello@klak.is⌛️ 8 vikur🗓️ mars - maí 2024🔗 Sprotar🔗 Fyrirkomulag
Lausnarmót Heilsutækniklasans
Lausnarmót Heilsutækniklasans
Lausnarmót Heilsutækniklasans

Lausnarmótið er lengri útgáfa af hakkaþoni og líkist frekar hraðli sem hefur það að markmiði að leysa vandamál heilbrigðiskerfisins. Lausnamótið stendur yfir í 4 mánuði frá febrúar til maí þar sem unnið er náið með þeim teymum sem valin eru inn. Samstarfsaðilar klasans koma með áskoranir og unnið er með sérfræðingum frá þeim. Áksoranir koma meðal annars frá Landspítalanum, Heilsugæslu höfuðborgarasvæðisins og Landlækni.

⛑️ Heilsutækni
✉️ htk@htk.is📞 517 3444🗓️ Umsóknarfrestur: 1. feb. 2024⌛️ 4 mánuðir🔗 Hafa samband
Snjallræði: Startup Social
Snjallræði: Startup Social
Snjallræði: Startup Social

Snjallræði er 16 vikna vaxtarrými (e. incubator) sem styður við öflug teymi sem brenna fyrir lausnum á áskorunum samtímans og styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Það geta verið lausnir sem snúa að heilbrigðisþjónustu, velferðartækni, bættu menntakerfi og jafnréttismálum, svo dæmi séu tekin. Vaxtarrýmið er samstarf HÍ, HR, HA og MITdesignX, og er þungamiðja þess vinnustofur með sérfræðingum frá MIT. Þátttakendur fá aðgang að fræðslu og þjálfun á sviði samfélagsmála og nýsköpunar og fundi með reyndum mentorum.

🤝 Samstarf við MITdesignX
🌎 Heimsmarkmiðin
image-0
image-1
additional-images+4
Startup Stormur
Startup Stormur
Startup Stormur

Startup Stormur er sjö vikna hraðall fyrir græn verkefni á Norðurlandi, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið. Hraðalinn er rekinn af Norðanátt og er ætlaður frumkvöðlum, nýjum fyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum innan rótgróinna fyrirtækja á Norðurlandi sem eru komin af hugmyndastigi. Hraðalinn fer að mestu leyti fram á netinu en teymin hittast jafnframt þrisvar sinnum á vinnustofum.

💬 Ráðgjöf & fræðsla
📍 Vinnustofur
💬 Mentora fundir
image-0
image-1
additional-images+7
✉️ nordanatt@nordanatt.is⌛️ 7 vikna hraðall🗓️ Umsókn: 21. sep 2023
Startup Supernova
Startup Supernova
Startup Supernova

Tíu teymi eru valin í Startup SuperNova sem hefst á öflugu Masterclass námskeiði. Áhersla er lögð á fyrirtæki sem stefna á að skala hratt á alþjóðamarkaði. Við tekur sex vikna viðskiptahraðall, á vegum KLAK - Icelandic Startups, þar sem þátttakendur fá handleiðslu úr hópi mentora frá KLAK VMS. Startup SuperNova lýkur svo með fjárfestadegi þar sem teymin kynna verkefni sín.

💰 Fjárfestadagur
💬 Ráðgjöf & fræðsla
📍 Vinnustofur
💬 Mentora fundir
image-0
image-1
additional-images+4
📍 Gróska✉️ hello@klak.is⌛️ 6 vikna hraðall🗓️ jún. - sep. 2024🔗 Skoða teymin
Startup Westfjords
Startup Westfjords
Startup Westfjords

Nýsköpunarhemill hjá Blábankanum fyrir frumkvöðla og skapara sem þora að fara í aðra átt. Hemillinn er fyrir sprotafyrirtæki, teymi og einstaklinga með nýsköpunarverkefni á öllum stigum, hýst á Þingeyri, Vestfjörðum. Nýsköpunarhemill er ólíkur nýsköpunarhraðli á þann veg að hann býður fólki upp á einstakt tækifæri til að staldra við, aftengjast hraða hversdagsleikans, öðlast skýrleika, einbeitingu og leyfa verkefninu að blómstra.

🧠 Gervigreind
🏠 Byggðarþróun
🧘‍♂️ Hemill
image-0
image-1
image-2
📍 Blábankinn, Þingeyri✉️ info@blabankinn.is📞 841 0470💰 Verð: 10.000 kr.🗓️ Haustið 2024👉 Einstaklingar👉 Lítil teymi
Verbúð Sjávarklasans
Verbúð Sjávarklasans
Verbúð Sjávarklasans

Fyrirtæki í samstarfsneti Sjávarklasans hafa lagt fram áskoranir sem þau standa frammi fyrir. Klasinn auglýsir eftir einstaklingum eða teymum sem hafa þróað eða hafa þekkingu til þess að þróa lausnir sem geta leyst þessar áskoranir. Álitlegustu lausnirnar fá aðgang að vinnustofu í maí og í kjölfarið langtíma stuðning frá mentorum og starfsfólki Sjávarklasans.

🤝 Langtíma stuðningur
🌊 Bláa hagkerfið
🚀 Áskoranir
📍 Hús Sjávarklasans
✉️ sjavarklasinn@sjavarklasinn.is📞 577 6200📆 Umsóknarfrestur: 10 maí 2024
Vesturbrú
Vesturbrú
Vesturbrú

Fyrsti viðskiptahraðalinn á Vesturlandi var haldinn veturinn 2023-2024. Vesturbrú er sex vikna hraðall fyrir verkefni sem stuðla að sjálfbærri framtíð Vesturlands. Markmið hraðalsins er að efla sköpunarkraft og frumkvöðlastarf á svæðinu og tengja saman fólk og hugmyndir. Viðskiptahraðallinn Vesturbrú er ætlaður frumkvöðlum, nýjum fyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum innan rótgróinna fyrirtækja á Vesturlandi sem eru komin af hugmyndastigi og vilja komast lengra með sín verkefni. Áætlað er að hraðallinn verði rekinn á tveggja ára fresti.

💬 Ráðgjöf & fræðsla
📍 Vinnustofur
💬 Mentora fundir
image-0
image-1
image-2
📍 Vesturland✉️ nyvest@nyvest.is💻 Fer að mestu fram á netinu🗓️ Stefnt að vera næst 2025

🌎 Erlendir hraðlar

Mikið magn af viðskiptahröðlum má finna erlendis, en hér verður stikklað á örfáum frægum og hröðlum sem eru í samstarfi við íslenska stuðningsaðila:

Antler
Antler
Antler

Antler sérhæfir sig í að fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum sem eru að taka sín allra fyrstu skref. Antler sér um prógram sem stendur yfir í nokkra mánuði og er sett upp í tveimur fösum. “Antler Residency” aðstoðar frumkvöðla við að finna meðstofnendur og teymi til að hjálpa við að þróa viðskiptahugmyndina.
Antler eru staðsett á 27 stöðum um heiminn. Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland sameinast undir Antler Nordics. Antler hefur sýnt áhuga á því að fá Íslendinga til að taka þátt.

🌎 Staðsett um allan heim
🌱 Aðstoða alveg frá byrjun
💬 Ráðgjöf og fræðsla
image-0
image-1
image-2
Fast Track Malmö 🇸🇪
Fast Track Malmö 🇸🇪
Fast Track Malmö 🇸🇪

Hraðall í Malmö Svíþjóð fyrir fyrirtæki sem eru að gera sig tilbúin fyrir seed fjárfestingu. Á hverju ári er fjárfest 50 þúsund evrum í 10 mismunandi nýsköpunarfyrirtækjum og stendur prógrammið yfir í 3 mánuði. Hefur verið kosinn besti hraðallinn í Svíþjóð. Hafa áhuga á að fá umsóknir frá íslenskum fyrirtækjum.

🇸🇪 Svíþjóð
💰 Undirbúningur fyrir seed fjármögnun
image-0
image-1
image-2
📍 Malmö, Svíþjóð✉️ hello@fasttrackmalmo.com🗓 Umsókn: 14.febrúar 2024⌛️ 3 mánuðir🔗 Sækja um
Techstars
Techstars
Techstars

Techstars stendur fyrir hröðlum sem eru haldnir víðsvegar um heim, í Ameríku, Evrópu, Asíu og Afríku. Hraðlarnir eru 3 mánaða prógram og þau nýsköpunarfyrirtæki sem komast að fá fjárfestingu upp á $20 þús. fyrir 6% hlut. Einstaklings mentora fundir, aðgangur að Techstar tengslanetinu og aðstoð við vörumarkaðshæfni o.fl. Íslensk fyrirtæki hafa tekið þátt í Techstars Seattle.

🌎 Staðsett um allan heim
💬 Ráðgjöf og fræðsla
image-0
image-1
image-2
Tenity Nordics
Tenity Nordics
Tenity Nordics

Tenity er fyrir nýsköpunarfyrirtæki í Fintech, InsurTech, LegalTech og Deeptech, og Tenity Nordics leggja sérstaka áherslu á FinTech hugmyndir á sviði sjálfbærni og loftlags. Hraðallinn er 4 mánaða prógram þar sem nýsköpunarfyrirtækin sem eru valin fá EUR 50þús. fjárfestingu í staðinn fyrir 2.5% hlut og gegn EUR 10þús. þáttökugjaldi. Aðgangur að fleiri en 200 mentorum og tengslaneti af fjárfestum. Samþykkja aðeins sprotafyrirtæki með fleiri en 1 í teymi. Hafa áhuga á íslenskum sprotafyrirtækjum.

💬 Ráðgjöf og fræðsla
image-0
image-1
additional-images+1
✉️ info@tenity.com⏳ 4 mánuðir💰 EUR 50.000
TINC
TINC
TINC

TINC viðskiptahraðall í Kísildalnum sem er hluti af Nordic Innovation House í samstarfi við KLAK. Hraðallinn er fyrir nýsköpunarfyrirtæki frá Norðurlöndunum sem eru að stefna á alþjóðamarkað. Stendur yfir í 6 vikur og er haldið tvisvar á ári, á vorin og haustin. Allt að tvö íslensk fyrirtæki komast að í hvert sinn. Vinnustofur, vikulegir mentora fundir, "pitch" þjálfun og frábært tækifæri fyrir tengslamyndun við fyrirtæki í Kísildalnum.

💬 Mentora fundir
📌 Vinnustofur
image-0
image-1
image-2
📍 Kísildalnum 🇺🇸⏳ 6 vikur🌎 Fyrir alþjóðamarkaði🗓 Umsóknarfrestur: 20.feb 2024
VC Challenge
VC Challenge
VC Challenge

VC Challenge er námskeið fyrir verðandi sjóðsstjóra vísisjóða á Norðurlöndum. Þetta er samnorrænt verkefni, sem Klak og Kría er aðili að, fyrir komandi fjárfesta sem stefna að því að stofna sjóð á næstu 6 til 18 mánuðum. Prógrammið stendur yfir í þrjá mánuði þar sem eru vikulegir fundir og í boði ráðgjöf, fræðsla og fyrirlestrar.

💰 Fyrir fjárfesta
🤝 Samnorrænt
🇳🇴 Osló
🇮🇸 Reykjavík
🇩🇰 Kaupmannahöfn
image-0
image-1
image-2
⏳ 3 mánuðir🗓 Hefst í apríl 2024🔗 Info hjá KLAK frá 2023
Y Combinator
Y Combinator
Y Combinator

Y-Combinator (YC) er einn af virtustu viðskiptahröðlum heims, og hefur komið af stað yfir 2.000 fyrirtækjum síðan 2005, þar á meðal risum eins og Airbnb, Dropbox og Stripe. Hraðalinn sem er staðsettur í Silicon Valley er haldinn tvisvar á ári, þrjá mánuði í senn. Þau teymi sem eru valin fá frumfjárfestingu frá YC, leiðsögn frá sérfræðingum í greininni og gott tengslanet. Prógrammið endar svo á kynningardegi, þar sem fyrirtækin kynna sig fyrir vel völdum hópi fjárfesta.

💰 $500.000 fjárfesting
image-0
image-1
additional-images+3
📍 San Francisco 🇺🇸
⌛️ 3 mánuðir🗓️ Haldið 3 sinnum á ári