Nýsköpun á ÍslandiSkapa.is
Valmynd
Nýsköpun á ÍslandiSkapa.is
Valmynd

Klasar

Klasi er samfélag og vettvangur í tiltekinni grein með það að markmiði að efla nýsköpun, auka verðmætasköpun og samkeppni. Starfsfólk klasa veita oft ráðgjöf til frumkvöðla.

Álklasinn
Álklasinn
Álklasinn

Álklasinn er samstarfsvettvangur fyrirtækja í áliðnaði til að búa til farveg nýrra hugmynda, tengslamiðlunar og nýsköpunar. Klasinn vinnur að ýmsum verkefnum og heldur árlegt nýsköpunarmót.

image-0
image-1
image-2
Blámi
Blámi
Blámi

Blámi er samstarfsverkefni og klasi með það að markmiði að ýta undir og styðja við orkuskipti í samgöngum og sjávartengdum iðnaði ásamt því að efla nýsköpun á sviði orkunýtingar á Vestfjörðum.

⚡️ Orkuskipti
🔋 Græn orka
Eimur
Eimur
Eimur

Eimur er klasi sem hefur það að markmiði að bæta nýtingu auðlinda á Norðurlandi eystra með verðmætasköpun, sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. Eimur miðar að því að leiða saman fólk og fyrirtæki til samstarfs um tilraunir, rannsóknir og þróunarverkefni á sviði orku-, auðlinda-, og loftslagsmála, meðal annars með öflun alþjóðlegs fjármagns.

♻️ Sjálfbærni
🔋 Græn orka
🧱 Auðlindanýting
Eygló
Eygló
Eygló

Eygló er samstarfsverkefni um eflingu orkuskipta, orkunýtni og hringrásarhagkerfis á Austurlandi. Markmið Eyglóar er að minnka kolefnisspor Austurlands í samstarfi við einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir á svæðinu. Eygló mun kortleggja orku- og efnisstrauma á Austurlandi og stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda í gegnum tiltekin verkefni.

⚡️ Orkuskipti
♻️ Hringrásarhagkerfið
🔋 Orkunýtni
image-0
image-1
Fjártækniklasinn
Fjártækniklasinn
Fjártækniklasinn

Tilgangur Fjártækniklasans er að efla nýsköpun í fjármálum og gera viðskipti af öllu tagi auðveldari og betri. Klasinn er samfélag þeirra sem starfa við fjártækni og vilja stuðla að aukinni verðmætasköpun, samkeppni og nýsköpun. Hann stendur fyrir viðburðum, kynningum á nýsköpunarfyrirtækjum og er hluti af nýsköpunarsetrinu Gróðurhúsið á 2. hæð í Grósku. Þar að auki vinnur klasinn að framgangi fjártækni á ýmsan hátt, svo sem með tengingum við erlend fyrirtæki og klasa, tengingu á milli mögulegra samstarfsaðila og ýmiskonar sérverkefnum.

💰 Fjártækni
🪑 Nýsköpunarsetur
image-0
image-1
additional-images+10
Heilsutækniklasinn
Heilsutækniklasinn
Heilsutækniklasinn

Heilsutækniklasinn er samstarfsvettvangur í heilsu- og líftækni á Íslandi sem hefur það að markmiði að auka nýsköpun og nýliðun í heilsu- og líftækni. Klasinn stendur fyrir mánaðarlegum fundum, rekur lausnamót, miðlar og tekur þátt í alþjóðlegum viðburðum er tengjast heilsu- og líftækni.

⛑️ Heilsu- og líftækni
image-0
image-1
Hringrásarklasinn
Hringrásarklasinn
Hringrásarklasinn

Hringrásarklasinn er stuðningsnet fyrirtækja sem starfa í anda hringrásarhagkerfisins. Ætlun klasans er að flýta fyrir innleiðingu hringrásarhagkerfis hér á landi með því að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem kunna að vera til staðar og lyfta því upp sem vel er gert. Starfsfólk klasans getur veitt ráðgjöf um umhverfistengd atriði og komið í rétta farvegi ábendingum um hindranir eða hvata sem regluverk og skattaumhverfi hafa í för með sér. Að auki safna þau saman sögum af því sem vel er gert til að lyfta því upp í samfélagsumræðunni.

image-0
image-1
additional-images+3
Íslenski ferðaklasinn
Íslenski ferðaklasinn
Íslenski ferðaklasinn

Hlutverk Ferðaklasans er að efla samvinnu þvert á greinar og hraða mikilvægum breytingum í átt að auknum árangri fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu. Verkfæri klasans eru verkefni á breiðum grunni en Ferðaklasinn hefur sett áherslu á þrjá flokka: Sjálfbærni, nýsköpun og starfræna þróun. Þar að auki er sterk áhersla á alþjóðlegar tengingar.

image-0
image-1
image-2
Íslenski Sjávarklasinn
Íslenski Sjávarklasinn
Íslenski Sjávarklasinn

Íslenski Sjávarklasinn er leiðandi fyrirtæki í verðmætasköpun í bláa hagkerfinu; útvegar sprotum aðstöðu, styrkir tengslanet þeirra og fjárfestir í nýsköpun. Markmið Sjávarklasans er að efla alla starfsemi tengda haf- og vatnasviði landsins og nýta innlenda tækniþekkingu til að efla verðmætasköpun og nýsköpun.

image-0
image-1
additional-images+5
Orkídea - orka og nýsköpun
Orkídea - orka og nýsköpun
Orkídea - orka og nýsköpun

Orkídea er samstarfsverkefni um nýsköpun á Suðurlandi á vegum Landsvirkjunar, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Landbúnaðarháskóla Íslands og Umhverfis, orku og loftslagsráðuneytis. Tilgangur Orkídeu er að stuðla að þróun orkutengdrar matvælaframleiðslu og hringrásarhagkerfis á Suðurlandi. Markmið félagsins að greina og greiða leið þeirra nýsköpunartækifæra sem Suðurland, og Ísland í heild sinni, hefur upp á að bjóða hvað varðar matvælaframleiðslu og líftækni.

⚡️ Orka
🧬 Líftækni
image-0
image-1
image-2